Fæðuofnæmi - Fæðuóþol
Almennt
Jónatan 12 ára
segir frá: “Ég á afmæli í dag og er búinn að bjóða skólasystkinum mínum í
flotta veislu. Borðið er hlaðið gómsætum veitingum, súkkulaðiköku, kanilsnúðum,
muffins, brauðrétti, kexi, rækjusalati og ávöxtum. Við spilum, syngjum og
leikum okkur. Óskar skólafélagi minn er
með ofnæmi fyrir eggjum og var búinn að segja mér frá því en ég steingleymdi að
segja mömmu það og nú erum við í vanda stödd! Jú, vegna þess að hann getur ekki
borðað neitt nema ávexti og kex, það finnst mér og ekki síst honum afskaplega
leiðinlegt. Mamma gat sem betur fer
fundið til osta sem hann mátti borða. Síðan fengum við popp og hann mátti borða
það.”
Þarna vorum
við stödd í afmælisveislu þar sem flest allar veitingarnar innhéldu egg.
·
Súkkulaðikakan og muffinskökurnar innihéldu egg
·
Brauðrétturinn og rækjusalatið innihélt majónes
(majónes er búið til úr eggjum)
·
Snúðarnir penslaðir með eggjahræru
Þetta hefði ekki þurft að fara svona. Á auðveldan hátt má gera litlar en
mikilvægar breytingar fyrir Óskar sem er með eggjaofnæmi. Hvernig? T.d. er hægt
að nota sýrðan rjóma og smurosta í brauðréttinn í staðinn fyrir majónes. Í rækjusalatið er hægt að nota sýrðan rjóma
í stað þess að nota majónes og það má sleppa harðsoðnu eggjunum. Það er ekkert
mál að pensla snúðana með mjólk í staðinn fyrir eggjahræru. Síðan má athuga
hvort foreldrar Óskars eigi ekki góða uppskrift af eggjalausri súkkulaðiköku?
Fæðuofnæmi / fæðuóþol er erfiðast þegar börnin eru lítil og skilja ekki hvað má og hvað ekki. Þegar þau eldast læra þau fljótt hvað er óhætt að borða og hvað ekki, hvar tiltekin hætta leynist og hvar ekki? Þau læra jafnframt að spyrja “má ég borða þetta en ekki þetta?” Ef þú átt barn með fæðuofnæmi / óþol þá skiptir miklu að upplýsa ættingja og vini til þess að fyrirbyggja óþarfa slys. Þú þarft að gefa góðar leiðbeiningar, hvers konar veitingar er hægt að útbúa, hvers konar uppskriftir er hægt að nota, hvað er hægt að nota í staðinn fyrir egg ef um eggjaofnæmi er að ræða eða hvað er hægt að nota í staðinn fyrir glútenríkar vörur ef einhver er með glútenóþol. Spurningarnar eiga að auðvelda almenningi að skilja fæðuofnæmi sem og fæðuóþol og gefa aðstandendum um leið gagnleg ráð.
1.
Hvað þýðir það að vera með fæðuofnæmi eða fæðuóþol?
Einstaklingur
getur ekki borðað ákveðnar fæðutegundir og getur jafnframt orðið alvarlega
veikur. Viðkomandi hefur þá annað hvort
fæðuofnæmi eða fæðuóþol.
2. Hvað er fæðuofnæmi?
Fæðuofnæmi tengist alltaf ónæmiskerfi
einstaklingsins og er algengast hjá ungum börnum. Þetta eru viðbrögð líkama okkar við ákveðnum fæðutegundum
eða efnum í fæðu.
2a. Hverjir eru algengustu ofnæmisvaldarnir?
Algengustu
ofnæmisvaldarnir hjá börnum eru kúamjólk, egg og fiskur en það eru prótein í
fyrrnefndum fæðutegundum sem eru skaðvaldurinn. Foreldrum er ráðlegt að fara
varlega í það að gefa börnum fyrrnefndar fæðuegundir fyrsta árið, helst ekki
fyrr en 6-8 mánaða og seinna ef ofnæmi er þekkt í fjölskyldunni.
Ofnæmisvakar í fæðu
eru ákveðnir
·
kúamjólk
·
egg
·
fiskur
·
einnig skelfiskur, hnetur, möndlur, baunir, soja
og hveiti
·
jarðhnetur - einn kröftugusti ofnæmisvaldurinn sem
er þekktur
2b. Getur fæðuofnæmi verið mismunandi?
Já, svörun líkamans getur verið þrenns konar:
2ba. Bráðaofnæmi - einkennin koma fram innan klukkustundar eftir neyslu
eða jafnvel fyrr.
2bb. Síðbúið
ofnæmissvar er þannig háttað að einkennin koma í ljós
eftir 8-24 klukkustundir, mjög algengt hjá
exemsjúklingum.
2bc. Hvað er ofnæmislost?
Hættulegasta
gerð ofnæmis er ofnæmislost en það er sjaldgæft. Ofnæmislost verður vegna
víkkunar smáæða í mörgum líffærum og þarf oft ekki nema örlítið magn af
tiltekinni fæðu. Einkennin eru mismikil, oftast útbrot og kláði, kökkur í
hálsi, öndunarerfiðleikar, svimi og meðvitundarleysi.
2c. Hvað er það sem gerist í
líkama okkar þegar einstaklingur fær fæðuofnæmi?
Ónæmiskerfi líkamans bregst
rangt við próteinum sem eru í fæðunni sem við borðum. Þessi prótein kallast
ofnæmisvakar. Það myndast ofnæmismótefni -IgE sem sitja á mastfrumum.
Mastfrumur eru mjög víða meðal annars í slímhúð og meltingarvegi. Prótein
(ofnæmisvaki) sem berst niður um meltingarveginn og tengist mótefni á yfirborði
mastfrumu og þá losa boðfrumurnar efni m.a. Histamín sem valda
ofnæmisviðbrögðum og það gerist strax ef um bráðaofnæmi er að ræða. Það er að
segja ofnæmisvaki og ofnæmismótefni tengjast og gefa ofnæmissvar. Mastfrumur er
víða og það getur verið hættulegt ef þessi svörun verður í öndunarvegi, nefi
eða lungum.
í öndunarvegi
meltingartruflanir
kláði, pirringur
roði á húð og augum
misjafnt hversu alvarleg þau
eftir magni fæðunnar
hvenær þau koma fram eftir fæðuinntöku
mismunandi eftir einstaklingum
frá einu skipti til annars
2f. Stundum er talað um fyrirbyggjandi aðferðir,
hvað er þá helst átt við?
Fyrirbyggjandi
aðferðir: Mikil áhersla á brjóstamjólk og ekkert annað fyrstu 6 mánuðina. Eftir
6 mánaða aldur er talið í lagi að gefa fasta fæðu og kúamjólk.
2g. Ef grunur leikur á ofnæmi, hvað þá?
Hafa
samband við ofnæmissérfræðing. Ekki
láta það bíða.
2h. Eldist fæðuofnæmi af börnum?
Mjólkur-
og eggjaofnæmi eldist af flestum börnum, oftast innan við þriggja ára
aldur. Jarðhnetuofnæmi er erfiðara
viðfangs og fylgir fólki oft alla ævi, það sama gildir um fisk og
skelfisk.
2i. Ef einhver er með fæðuofnæmi, hvað ber þá að
hafa í huga?
·
koma í veg
fyrir óþarfa slys
·
upplýsa ömmu
og afa, frændfólk og vini og kennara
·
útbúa
veitingar sem viðkomandi getur borðað
·
safna
uppskriftum
·
þekkja þau
hráefni sem hægt er að nota í staðinn fyrir ofnæmisvaldinn
·
alltaf að
lesa innihaldslýsingar matvæla vandlega.
3. Eggjaofnæmi – hvað veldur?
Hvað varðar
eggin, þá er ofnæmisvaldurinn er í eggjahvítunni. Best er að útiloka eggin algjörlega því maður getur ekki verið
viss um að eggjarauðan sé ómenguð.
3a. Hvað ber að varast? Hvar leynast egg?
Ýmis heiti eru
til á eggjum / efnum unnum úr eggjum og eru þau þá nefnd í innihaldslýsingu
matvæla (vinstra megin). Taflan hægra
megin segir til um matvæli sem innihalda þessi hráefni.
Egg |
Egg
eru meðal annars í |
Albumin, eggjarauða, eggjahvíta, eggjaduft,
binder, coagulant, emulsifier, globuline, lecitin, livetin, lyzozym,
ovamucoid, ovovithellin, vitellin |
Brauði, kökum, kexi, pasta, spaghetti, unnum
kjötvörum, majónesi, ís, sósum |
Taflan hægra megin er ekki tæmandi því egg eru
víða. Egg eru alls ekki alltaf í þessum
matvælum. Flestar brauðtegundir eru
eggjalausar. Unnar kjötvörur eru oft
eggjalausar. Það eru til mjög góðar
eggjalausar fiskibollur frá fyrirtæki sem heitir HUMALL. Ljúffeng lifrakæfa (gróf og fín) frá ALI er
einnig eggjalaus. Pasta er oft
eggjalaust. Jafnframt er hægt að fá
eggjalaust majónes en það má einnig nota sýrðan rjóma og AB-mjólk í staðinn
fyrir majónes. Kjörís og Emmess ís eru eggjalausir. Ef keyptur er vélís, spyrjið alltaf um tegundina, stundum er
ísinn búinn til á staðnum og þá er fullt af eggjum í honum, mjög
varhugavert!
3b. Er til
mjólkurvara sem inniheldur egg?
Mjólkurvörur hérlendis hafa alltaf verið
eggjalausar en á síðasta ári var í fyrsta skipti markaðssett vörutegund frá
Mjólkursamsölunni sem inniheldur gerilsneydd egg. Þetta er Orkumjólk og hana ber að varast.
3c. Hvað
er hægt að nota í staðinn fyrir EGG í bakstur?.
·
Eggjalíki
- fæst í Heilsuhúsinu.
·
Broddur - hægt að nota í flest allar uppskriftir
fyrir utan fínni tertur eins og marengs
Hlutföllin:
1 egg á móti 1 dl af
broddi
2 egg á móti 2 dl af broddi o.s.frv.
Hvað er broddur og hvar fæst hann? Broddur er fyrsta mjólkin frá kúnni eftir burð og er miklu næringarríkari og þykkari heldur en venjuleg mjólk. Margir bændur taka broddinn alltaf frá og frysta, hann geymist vel í frysti. Stundum er hægt að kaupa broddinn beint hjá bændum og stöku sinnum er verið að selja brodd í Kolaportinu.
· Hörfræ - 50 g hörfræ og 6 dl vatn. Soðið saman í 5 mín., hrært vel um leið. Sett í gegnum sigti og vökvaleðjan sem kemur undan er síðan notuð í baksturinn. Mikilvægt að geyma þessa vökvaleðju í kæli, geymist þar í 2-3 vikur.
Hlutföllin: 50 g af vökvaleðju jafngilda 1 eggi.
3d. Ég er að
undirbúa afmæli og vil hafa allar veitingar eggjalausar þar sem einn gesturinn
er með eggjaofnæmi? Get ég fengið góð
ráð?
·
Flatkökur
með hangikjöti /laxi er alltaf vinsælt enda ljúffengt. Engin
egg þar.
3e. Egg á mismunandi tungumáli. Gott að vita þegar maður er á ferðalagi.
Það eru margir sem fara í frí til útlanda og þeir sem eiga börn með ofnæmi þurfa að vera vakandi yfir því sem keypt er, notað og borðað. Eggin leynast víða og þá er mikilvægt að þekkja orðið egg á mismunandi tungumáli.
Egg Ägg Æg Egg Ei Æuf Huevos Uovo Ovos |
Norska Sænska Danska Enska Þýska Franska Spænska Ítalska Portúgalska |
3f. Hvað er lecitin?
·
Fituefni sem finnst víða í náttúrinni í dýrum og
plöntum.
·
Er í mörgum algengum fæðutegundum, sérstaklega í eggjarauðu,
lifur, sojabaunum og jarðhnetum.
·
Notað sem hjálparefni við lyfjaframleiðslu og í
matvælaiðnaði.
Annars vegar notað sem
þráavarnarefni í matvælum þ.e. til að draga úr hættu á að fita og olíur þráni
fyrir áhrif súrefnis, mjög oft unnið úr sojabaunum (sojalesitin).
Hins vegar notað sem bindiefni (ýruefni) til þess að binda saman fitu- og vatnsfasa og gera þannig lausnina stöðuga, til dæmis í majónesi. Majónes inniheldur eggjarauður og er lecitínið þar náttúrulegt.
·
Lecitin er því mismunandi og fyrir hinn almenna
neytenda getur það oft á tíðum verið flókið að skilja innihaldslýsingu
matvæla. Alltof oft stendur einungis
“lecitin” en ekki hvers konar þannig að neytandinn veit ekki hvort það unnið úr
eggjum, sojabaunum eða öðru?
Matvælaframleiðendur þurfa að taka sig á í þessum efnum. Það ætti ekki
að vera flókið fyrir þá að útskýra hvers konar lecitin er í matvörunni en það
myndi auðvelda mikið fyrir hinn almenna neytenda. Foreldri barns með eggjaofnæmi er ekki tibúið til þess að taka þá
áhættu að gefa barninu fæðutegund sem inniheldur “lectitin” ef það gæti verið
einhver möguleiki á því að það væri unnið úr eggjum en ekki soja. Það ætti að vera hagur fyrir framleiðendur
að upplýsa neytendur betur en þetta.
4. Hvað er fæðuóþol?
Fæðuóþol tengist ekki ónæmiskerfinu eins og ofnæmi
gerir. Þetta er svar líkamans
við utanaðkomandi áreiti áháð ónæmiskerfinu.
Fæðuóþol þýðir að ákveðin fæða veldur óþægindum en getur aldrei orðið
jafn hættulegt eins og þegar um ofnæmi er að ræða. Það sem gerist er að meltingarvegurinn ræður ekki við fæðuna. Til
dæmis mjólkursykursóþol (laktósuóþol)
og glútenóþol
(sjá 4ba og 4c).
Aukefni í fæðunni geta valdið óþoli en það er mjög sjaldgæft. Helst er að nefna litarefni, rotvarnarefni og þráavarnarefni. Einkennin koma þá oftast fram á húð sen roði, kláði og útbrot.
Flest
börn þola mjólkursykur vel en þessi hæfileiki minnkar oft með aldrinum og
mjólkursykursóþol er mun algengara hjá fullorðnum. Ungbörn geta aftur á móti fengið mjólkurofnæmi gagnvart kúamjólk en þá er það mjólkurpróteinið (sjá fæðuofnæmi 2a) sem barnið þolir ekki.
4a. Hvað eiga fæðuóþol og fæðuofnæmi sameiginlegt?
Það, að einkennin eru stundum svipuð og við getum átt erfitt með að greina sjálf þar á milli, nema með aðstoð sérfræðinga.
Þá er um að gera að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum hið fyrsta til þess að fá greiningu og nánari leiðbeiningar. Ein leiðin er að útiloka fyrst þá fæðutegund sem talin er valda óþolinu, ákveðinn tími látinn líða og síðan er fæðutegundin prófuð aftur til þess að sjá hvort einkennin koma aftur fram. Það þurfa allir sem umgangast viðkomandi einstakling sérstaklega þegar um börn er að ræða að vera meðvitaðir um óþolið, hvað þarf að gera og hvers vegna. Rétt greining skiptir miklu máli svo ekki sé verið að útiloka mikilvægar fæðutegundir eins og mjólkina, kannski að óþörfu.
4c. Hvað er mjólkursykursóþol?
Einstaklingur
sem er með mjólkursykursóþol vantar
efnahvata/ensím (laktasa) sem brýtur niður mjólkursykur (laktósa) og gerir það
að verkum að mjólkursykurinn fer að mestu eða öllu leyti ómeltur niður í ristil
viðkomandi.
4ca. Hver eru einkennin þegar um mjólkursykursóþol er að ræða?
Mjólkurneysla
veldur þá vindgangi, uppþembu og jafnvel niðurgangi ef nægilega mikillar
mjólkur sem og mjólkurafurða er neytt. Viðkomandi verður því að útiloka
mjólkurvörur að mestu úr fæðunni en samt með það í huga að fá nægjanlegt kalk
úr öðrum fæðutegundum.
Flestar
mjólkurvörur innihalda mjólkursykur í einhverju magni og það er auðvelt að
athuga það með því að lesa innihaldslýsinguna og athuga magn kolvetnis. Ef það eru engin kolvetni þá er enginn
mjólkursykur. Stundum eru kolvetni í
mjólkurvörum eitthvað annað heldur en mjólkursykur, t.d. viðbættur sykur eða
ávextir í jógúrti / skyri.
4cc.
Inniheldur mjólk mikið af mjólkursykri?
Í
nýmjólk, léttmjólk og undanrennu er um 4 g af mjólkursykri eða meira í 100
g. Sýrðar mjólkurvörur eins og súrmjólk
og jógúrt innihalda minna magn þar sem gerillinn er byrjaður að nýta sykurinn
eða um 2 – 4 g í 100 g.
4cd. Innihalda ostar mikið af mjólkursykri?
Gerjaðir
ostar innihalda ekki mjólkursykur.
Osturinn er sýrður með mjólkursýrugerlum og þeir eta upp kolvetnin, þ.e.
mjólkursykurinn. Allir fastir ostar eru gerjaðir, t.d. Brauðostur, Gouda,
Óðalsostur, Gotti, Skólaostur, Hvítlauksostur o.fl. Þeir ostar sem innihalda kolvetni í einhverju magni eru t.d.
mysingur (47 g í 100 g), mysuostur (60 g í 100 g), rjómaostur (5 g í 100 g),
hrein kotasæla (3,0 g í 100g ) og jafnframt innihalda smurostar svolítið magn
af kolvetnum (1,0 g í 100g). Flestir ostar eru gerjaðir en ef einhverjum finnst
óljóst hvaða ostar eru gerjaðir og hverjir ekki þá er um að gera að lesa alltaf
innihaldslýsinguna og athuga magn kolvetnis.
4ce. Hvað með viðbit, er óhætt að borða slíkt ef
maður er með mjólkuróþol?
Í
smjöri, smjörva (0,4 g í 100 g) og Sólblóma (0,5 g í 100 g) er örlítill
mjólkursykur. Svona lítið magn hefur sjaldnast afgerandi áhrif þegar
fyrrnefndar tegundir eru notaðar sem viðbit. Ljóma smjörlíki og smjörlíki frá
Aðföngum inniheldur engin kolvetni.
Aftur á móti inniheldur Klípa mikið magn kolvetna, 5 g í 100 g og
Létt&Laggott inniheldur 1 g af kolvetni í hverjum 100 g.
4cf. Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir
mjólkurvörur?
Við
búum svo vel nú til dags að hægt er að kaupa ýmsar sojavörur, eins og
sojamjólk, sojajógúrt, sojaís o.fl. Tilvalið að auka alla ostaneyslu þar sem
magn mjólkursykurs er lítið sem ekkert þar. Flestir þola mjólkurvörur í
einhverju magni. Hver og einn verður
smátt og smátt að finna út hvað hentar honum og hversu mikið magn af
mjólkurvörum hann getur neytt og þá helst í samráði við næringarfræðing.
4cg. Hvað ber að varast, hvar leynist
mjólkursykur?
Hér
að neðan er tafla yfir ýmsar afurðir sem innihalda mjólkursykur. Taflan er
engan vegin tæmandi og jafnframt er ekki mjólk í öllum unnum fisk- og kjötvörum
og alls ekki alltaf í brauðmeti.
Mjólkursykur
er meðal annars í |
Mjólk,
mjólkurdufti, súrmjólk, skyri, rjóma,
ógerjuðum osti, viðbiti, jógúrt, ís, brauði, kökum, súkkulaði, sósum,
súpum unnum físk- og kjötvörum, o.fl. |
4d. Hvað er glútenóþol?
Glútenóþol kemur fram sem bólga í þarmaslímhimnunni vegna
próteinsins glútens. Glúten er sett saman úr Gliadin og Glutenini. Það er Gliadin sem veldur óþolinu.
4da. Hver eru einkennin þegar um glútenóþol er að ræða?
Ekki
ólíkt og hjá þeim sem eru með mjólkursykursóþol (sjá umfjöllun 4ca) vindgangur,
uppþemba og jafnvel niðurgangur ásamt þreytu, þyngdartapi og næringarskorti.
Fólk
með glútenóþol verður að huga vel að heilsunni því oft þarf ekki nema lítið
magn til þess að raska jafnvæginu, er einstaklingsbundið. Gliadinið eyðileggur þarmatoturnar og
viðkomandi fær niðurgang. Viðkomandi
verður að útiloka alla glútenríka fæðu og þá lagast ástandið og sá hluti
þarmatotunnar sem eyðilagðist vex aftur.
Glúten
er í hveiti, rúgi, höfrum og byggi.
Fyrrnefndar fæðutegundir má finna víða en þær eru í fæðu sem við borðum
daglega eins og brauð, grautar, kornblöndur, múslí, kökur og allskyns kex. Einstaklingur með glútenóþol þarf að
endurskoða fæði sitt, útiloka það sem inniheldur glúten og finna aðrar
fæðutegundir sem nota má í staðinn. Sérstaklega til þess að forðast skort á
næringarefnum eins og B-vítamínum, járni og trefjum.
Korntegundir
sem hægt er að nota í staðinn og innihalda nauðsynleg næringarefni eru m.a. bókhveiti, hirsi, hrísmjöl, maísmjöl og
hýðishrísgrjón. Jafnframt er til glútensnautt mjöl sem er tilvalið í
bakstur. Brauð sem bakað er úr
glútensnauðum hráefnum verður aldrei eins og venjulegt brauð hvað varðar útlit
og bragð. Glúten hefur mikla þýðingu
hvað varðar baksturseiginleika brauðs og gefur því ákveðinn léttleika. Þetta
vantar í glútensnautt brauð og mörgum finnst það ekki eins spennandi og draga
þar af leiðandi úr brauðneyslu. Þar sem
brauð er mikilvægur hluti af daglegu fæði okkar og gefur nauðsynleg
næringarefni þá þarf að leggja áherslu á það við fólk með glútenóþol að nota
þau hráefni sem koma í staðinn, glútensnauðar kornvörur. Það má búa til girnilegra brauð með því að
bæta út í það grænmeti eins og kartöflum, gulrófum og gulrætum. Sósur,
jafningar og súpur má auðveldlega þykkja með því að nota maísenamjöl,
kartöflumjöl eða glútensnautt mjöl í stað hveitis. Í súpur og grauta er einnig
gott að nota sagógrjón, hrísgrjón og hirsi.
Það þarf alltaf að vera vel vakandi, lesa allar innihaldslýsingar,
sérstaklega þegar keyptar eru samsettar vörur.
4de. Ætlar þú að fara út að borða? Vertu vakandi og spurðu spurninga, glúten leynist víða.
Leitið
upplýsinga hjá þjóni/kokki því hveiti getur leynst víða, í sósum, súpum (tærar
súpur ættu að vera í lagi), samsettir kjöt- og fiskréttir o.fl. Brauðrasp þarf að varast nema það innihaldi
glútensnautt brauð og það er sjaldnast á veitingahúsum.
4df. Hvað ber að varast? Hvar leynast glútenríkar afurðir?
Hér
að neðan er tafla yfir ýmis heiti á glútenríkum afurðum og eins hvar þau er að
finna. Þetta er ekki tæmandi listi og
því skiptir máli að lesa alltaf innihaldslýsingar.
Glútenríkt |
Glúten
er meðal annars í |
Hveiti,
heilhveiti, grahamsmjöl, hveitikím, hveitiklíð, semoulina, hveitiprótein,
hveitisterkja, sterkja, mjöl, rúgur, rúgmjöl, rúgsigtimjöl, hafrar,
haframjöl, hafraflögur, bygg, byggflögur. |
Brauði,
kökum, kexi, spaghetti, pasta, makkarónum, núðlum, pítsum, brauðraspi og
brauðmylsnu, unnum kjötvörum, morgunkorni, lakkrísi/hlaupi, súkkulaði,
súputeningum, sósum, súpum. |
4dg. Er til bakarí sem bakar glútenlaus brauð?
Bakaríið
Brauðhúsið í Grímsbæ í Reykjavík bakar gómsæt brauð sem eru glútenlaus. Þeir sem prófa brauðin verða ekki fyrir
vonbrigðum. Þau eru þétt, bragðmikil og góð. Brauðin frá Brauðhúsinu endast
betur heldur en venjuleg hveitibrauð, þú þarft ekki að borða eins mikið, þú
verður saddari fyrr og sælli. Brauðin eru einnig seld í Heilsuhúsinu.
Ekki
er til mikið af íslenskum gögnum um fæðuofnæmi / -óþol en þó eigum við nokkur
góð fræðslurit á íslensku (sjá heimildalista).
Meðfylgjandi heimildalisti hefur að geyma gagnleg rit, bækur og vefslóðir
sem tengist fæðuofnæmi / -óþoli.
Eins
og sést á listanum þá hafa Normenn verið öflugir í útgáfu bóka varðandi ofnæmi
og óþol.
Allar
bækur á listanum eru til á Leiðbeiningastöð heimilanna, fólk getur haft
samband eða komið og fengið nánari upplýsingar. Símatími mánudaga til
fimmtudaga kl. 9–12.30. Sími: 908 2882.
Astma-
og ofnæmisfélagið veitir einnig upplýsingar, er með símatíma mánudaga og fimmtudaga kl.
14-17. Sími er 552 2153. Tölvupóstur: ao@ao.is
1.
Aas,
Kjell., Hox, Marianne., Motzfeldt, Kristina., 1997. Melkfri mat – godt og sunt.
Kolibri Forlag Oslo.
2.
Bjønnes,
Else Lill.,1998. Glutenfri mat
-godt og sunt. Kolibri Forlag Oslo.
3.
Bjønnes,
Else Lill.,1999. Allergi-Kokeboken. Kolibri Forlag Oslo.
4.
Erla
Sveinsdóttir, 2001. Mjólkursykursóþol – Laktósaóþol. Grein birt á heimasíðu
Netdoktor.is www.netdoktor.is
5.
Gestur
Pálsson, 19 . Glútenóþol Celiac sjúkdómur. Grein á heimasíðu rsp.is http://www.rsp.is/hringur/fraedsluefni/laeknar/glutein_othol.htm
6.
GlaxoWellcome,
2001. Hvað er fæðuofnæmi og fæðuóþol? Greinar á heimasíðu GlaxoWellcome http://www.gsk.is/faedu/
7.
Guðrún
Adolfsdóttir, 1995. Fæðuofnæmi og fæðuóþol. Hollustuvernd ríkisins. Fræðslurit.
Er einnig á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins; www.hollver.is/mat/vrammi/ofnaemis.html
8.
Hemmingsson, Elisabeth Ekstrand., 2000. Glutenfri
mat –en grunnbok. Landbruksforlaget Oslo.
9.
Ingibjörg
Gunnarsdóttir, 2001. Fæðuofnæmi og óþol. Grein birt á heimasíðu Netdoktor.is www.netdoktor.is
10.
Kristín
Magnúsdóttir, 2001. Mataruppskriftir án
eggja. Grein á heimasíðu www.simnet.is/sigurgeir/
11.
Mad
uden mælk, 19 . Forbrugerkonsulent
Danmark.
12.
Sigurveig
Þ. Sigurðardóttir, 1999. Fæðuofnæmi. GlaxoWellcome. Fræðslurit. Er einnig á himasíðu Glaxo Wellcome; www.glaxowellcome.is/baeklingar/faeduofnaemi.html
13. Tüttenberg, Hans-Werner., 1999. Matvare Allergi. J M Stenersens Forlag A S Oslo.