Um Matarvefinn.is
 
  Matarvefurinn er árangur samstarfsverkefnis Hugbúnaðar hf., Matvælarannsókna
  Keldnaholti, Manneldisráðs Íslands, Námsgagnastofnunar og Rannsóknastofu í
  næringarfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið var fjármagnað með styrk frá
  Rannsóknarráði Íslands og kom styrkurinn úr markáætlun ráðsins um
  upplýsingatækni. Þátttakendur í verkefninu stóðu undir hluta kostnaðarins.
  Öll forritunarvinna fór fram hjá Hugbúnaði hf. en gögn um efnainnihald
  matvæla koma úr Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM).
  Gagnagrunnurinn er uppfærður hjá Matvælarannsóknum Keldnaholti í samstarfi við
  Manneldisráð Íslands. ÍSGEM grunnurinn er opinber gagnagrunnur fyrir Ísland á
  sínu sviði og um starfsemina er fjallað í samstarfsnefnd sex aðila og stofnana.