Um Matarvefinn.is |
Matarvefurinn er árangur samstarfsverkefnis Hugbúnaðar hf., Matvælarannsókna |
Keldnaholti, Manneldisráðs Íslands, Námsgagnastofnunar og Rannsóknastofu í |
næringarfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið var fjármagnað með styrk frá |
Rannsóknarráði Íslands og kom styrkurinn úr markáætlun ráðsins um |
upplýsingatækni. Þátttakendur í verkefninu stóðu undir hluta kostnaðarins. |
Öll forritunarvinna fór fram hjá Hugbúnaði hf. en gögn um efnainnihald |
matvæla koma úr Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM). |
Gagnagrunnurinn er uppfærður hjá Matvælarannsóknum Keldnaholti í samstarfi við |
Manneldisráð Íslands. ÍSGEM grunnurinn er opinber gagnagrunnur fyrir Ísland á |
sínu sviði og um starfsemina er fjallað í samstarfsnefnd sex aðila og stofnana. |